Fótbolti

Dagskráin í dag - Lið hins farsæla Class of 92 í beinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salford liðið er hugarfóstur nokkurra af farsælustu leikmanna Man Utd.
Salford liðið er hugarfóstur nokkurra af farsælustu leikmanna Man Utd. vísir/Getty

Enska bikarkeppnin hófst um helgina og hefur verið sýnt frá fjölmörgum leikjum á sportstöðvum Stöðvar 2 undanfarna daga.

Í dag er komið að leik Dag & Red og Salford sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:40 í kvöld.

Dag & Red leikur í ensku E-deildinni á meðan Salford er í D-deildinni en síðarnefnda liðið þekkja þó fjölmargir knattspyrnuáhugamenn þar sem eigendur liðsins eru nokkrir af ástsælustu leikmönnum enskrar knattspyrnu á undanförnum árum. 

Það eru fyrrum liðsfélagarnir úr Manchester United; David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs, Phil Neville, Gary Neville og Paul Scholes.

Á dagskrá kvöldsins eru einnig fastir liðir þar sem Seinni bylgjan verður með þátt líkt og GameTíví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×