Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 19:47 Kærendurnir gagnrýna nefndina fyrir „ónauðsynlega leynd“. Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira