Þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir eru gengnar til liðs við Val eftir að hafa fallið með Fylki úr Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð.
Þórdís Elva hefur verið ein af burðarásunum í liði Fylkis undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa komið til félagsins frá uppeldisfélagi sínu, Haukum. Þórdís er 21 árs gömul og á sjö landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Bryndís er uppalin í Árbænum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 43 leiki í efstu deild en Bryndís er átján ára gömul og hefur skorað átján mörk í efstu deild.