Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 20:01 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi Vísir/Vilhelm Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41