Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:43 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir lyfið hafa þýðingu í baráttunni gegn Covid-19 Vísir/Sigurjón Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15