Sport

Snæfríður hálfri sekúndu frá Íslandsmeti og Steingerður stórbætti sinn tíma

Sindri Sverrisson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir gerir sig klára í sund.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir gerir sig klára í sund. mynd/SSÍ

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir héldu í morgun áfram keppni á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug, sem fram fer í Kazan í Rússlandi.

Snæfríður varð í 22. sæti af 43 keppendum í 100 metra skriðsundi. Hún var nálægt sínum besta tíma en kom í bakkann á 54,95 sekúndum, sem er hálfri sekúndu frá Íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur.

Síðasti keppandi inn í 16 manna úrslitin syndi á 54,48 sekúndum en Barbora Seemanova frá Tékklandi var fljótust á 52,45 sekúndum.

Steingerður Hauksdóttir keppti í sinni annarri grein á EM í dag.mynd/SSÍ

Steingerður varð í 25. sæti af 32 keppendum í 50 metra baksundi. Hún bætti sinn besta tíma mikið með því að synda á 28,18 en áður var hennar besti tími 28,52 sekúndur.

Steingerður á þó enn langt í land með að ná Íslandsmeti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem árið 2016 synti á 27,40 sekúndum.


Tengdar fréttir

Kom sextándi í mark

Anton Sveinn McKee kom 16. í mark í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu sem fram fer í Kazan í Rússlandi þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×