Sævar um kolefnisspor vegna COP26: „60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 21:54 Sævar Helgi Bragason segir að þó vissulega sé kolefnisspor af COP26, sé von til þess að ráðstefnan verði til þess að samdrátturinn í losun verði meiri en það. Kolefnisspor vegna flugferða þeirra 50 Íslendinga sem sækja yfirstandandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, er á við losun sex sparneytinna, olíuknúinna bíla á ári. Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira