Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bjóða öllum almenningi þriðja skammt bólusetningarinnar gegn Covid. Vísir/Vilhelm Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti á covid.is í dag. Fram kom fyrr í dag að 91 hafi greinst smitaður af veirunni innanlands í gær og þrír á landamærum. Samhliða fjölgun smita hefur þeim fjölgað sem lagst hafa inn á Landspítala alvarlega veikir af Covid. Síðustu tvo sólarhringa hafa til að mynda sex lagst inn veikir af veirunni en þrír voru útskrifaðir. Allir yfir sextugu og í áhættuhópum boðinn þriðji skammtur Sextán liggja nú inni á spítalanum með veikina, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af einn í hjarta- og lungnavél og tveir á öndunarvél. Tveir þeirra eru fullbólusettir. Þá liggur einn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél vegna Covid-19. „Spá um þróun faraldursins er því að raungerast þ.e. útbreiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafnframt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlegga veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra full bólusettir,“ skrifar Þórólfur í pistlinum. Hann segir að nú fari að hefjast hér átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid. Allir 60 ára og eldri verði kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu, eða örvunarbólusetningu, sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og þar að auki framlínustarfsmenn, eins og heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Þá er til skoðunar að bjóða öllum örvunarbólusetningu sem fyrst væri gefin fimm til sex mánuðum eftir skammt númer tvö. Víðtæk reynsla er enn ekki komin á örvunarbólusetningu gegn Covid-19 en Ísraelar hafa líklega mesta reynslu af því enn. Þar hefur öllum verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer um fimm til sex mánuðum eftir annan skammt. Alvarleg veikindi meðal bólusettra fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra Niðurstöður ísraelskra rannsókna benda til að örvunarbólusetning sé um 90 prósent virk í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Í kynningu Íraelsmanna á sínum niðurstöðum kemur einnig fram að alvarlegar aukaverkanir eru líklega færri eftir þriðja skammt en eftir skammt tvö en þess ber að geta að alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö eru mjög fátíðar,“ skrifar Þórólfur. „Það er líklegt að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefi Pfizer a.m.k. 5-6 mánuðum eftir bólusetningu tvö. Vonir eru bundnar við að örvunarbólusetning muni bæði koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi umfram tvær sprautur,“ segir í pistlinum. „Einnig er mikilvægt að allir sem ekki hafa mætt í sína fyrstu bólusetningu geri það sem fyrst því alvarleg veikindi meðal bólusettra (eftir tvær sprautur) eru um fimm sinnum fátíðari en meðal óbólusettra.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. 2. nóvember 2021 21:00
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57