Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/Vilhelm Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira