Emil hné niður á 12. mínútu í leiknum í gær. Hann var endurlífgaður á staðnum og í kjölfarið fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin.
Að því er fram kemur í yfirlýsingu Sogndal er ástand Emils stöðugt. Hann verður rannsakaður frekar í dag. Sogndal mun svo flytja fréttir af Emil þegar meira er vitað um líðan hans.
Fjölskylda Emils er komin út til Noregs. Í morgun var hún í Osló og að bíða eftir flugi til Björgvins.
Hér heima lék Emil með BÍ/Bolungarvík, FH og Fjölni. Hann var valinn besti leikmaður efstu deildar 2015. Emil varð Íslandsmeistari með FH 2012, 2015 og 2016.