Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Zlatan Ibrahimovic ætlar að hjálpa Svíum að komast á HM. getty/David Lidstrom Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla. HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla.
HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira