Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 16:31 Viðar ásamt Sólveigu Önnu á einum af fjölmörgum fundum Eflingar með Samtökum atvinnulífsins. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. Viðar hefur verið áberandi sem framkvæmdastjóri Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu. Hann ákvað að segja upp störfum í framhaldi af því að Sólveig Anna sagði af sér sökum vantrausts. Viðar hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf þeirra en gerir verkalýðsmál þó að umfjölluarefni í færslu á Facebook. „Ég hef lengi haft áhuga á sögu verkalýðsbaráttunnar í Appalachia-fjöllum Bandaríkjanna. Upphafið að því var þegar ég sá myndina Harlan County, USA með dásamlegri tónlist eftir Hazel Dickens. Lögin hennar eru algjörlega kyngimagnaðir baráttusöngvar.“ Síðar hafi hann ekið ásamt eiginkonu sinni og ungum syni í gegnum hluta af þessu svæði, austurhéruðum Kentucky, sem séu eitt fátækasta svæði Bandaríkjanna. „Það var bæði sárt og ógleymanlegt að sjá hvernig kapítalisminn hefur skilið eftir samfélagslegt eyðiland, þar sem fólk hefur að nánast engu að hverfa nema vinnu fyrir smánarlaun, atvinnuleysi og ópíóða-neyslu.“ Leigumorðingjar myrtu keppinautinn Viðar nefnir sérstaklega lagið Yablonski Murder sem Hazel söng í Harlan County. Rekur hann söguna sem sögð er í laginu. „Texti lagsins er um það þegar Tony Boyle, sitjandi formaður þess sem var þá eitt öflugasta verkalýðsfélag Bandaríkjanna, United Mine Workers, lét leigumorðingja fara heim til keppniautar síns Jock Yablonski og myrða hann, konu hans og dóttur í köldu blóði. Þetta var á nýársdag árið 1969. Boyle var svo dæmdur í fangelsi og sat þar til dauðadags.“ Viðar segir Yablonski aðeins hafa unnið það sér inn ofstækisfulla og blinda heift sitjandi formanns í námufélaginu með því að gagnrýna taumlausa spillingu og dugleysi innan félagsins. „Hann hafði áunnið sér virðingu og stuðning félagsmanna. Yablonski hafði tilkynnt um framboð til formanns í United Mine Workers og kosningar stóðu fyrir dyrum. Yablonski ætlaði að reyna að steypa Tony Boyle úr formannsstólinum. Hann fékk aldrei tækifæri til þess.“ Eitt af mörgu ótrúlegu við morðið á Yablonski sé að þar hafi ekki verið að verki útsendarar forstjóranna heldur keppinautar hans innan stéttarfélagsins. Meiri grimmd innan félags en hjá ofbeldismönnum „Það er sérstaklega ótrúlegt vegna þess að á þessum árum lifðu margir verkalýðsleiðtogar í ótta við „company thugs“, ofbeldismenn forstjóranna, en þeir voru ekkert í samanburði við grimmdina innan félagsins sjálfs.“ Sem fer sé þó ekki svo að þau sem haldi uppi gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi eða styggi sitjandi klíkur séu myrt í köldu blóði sínu. Engu að síður tali texti úr lagi Hazel Dickens til hans. Well it’s cold blooded murder friends, I’m talking about Now who’s gonna stand up and who’s gonna fight? You better clean up that union, put it on solid ground Get rid of that dirty trash, that keeps a working man down Á íslensku mætti þýða textann svona: Þetta er kaldrifjað morð vinir mínir. Hver ætlar að láta í sér heyra? Hverjir ætla að berjast? Það þarf að taka til í verkalýðsfélaginu, styrkja stoðir þess. Fara út með ruslið, sem heldur hinum vinnandi manni niðri. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Viðar hefur verið áberandi sem framkvæmdastjóri Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu. Hann ákvað að segja upp störfum í framhaldi af því að Sólveig Anna sagði af sér sökum vantrausts. Viðar hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf þeirra en gerir verkalýðsmál þó að umfjölluarefni í færslu á Facebook. „Ég hef lengi haft áhuga á sögu verkalýðsbaráttunnar í Appalachia-fjöllum Bandaríkjanna. Upphafið að því var þegar ég sá myndina Harlan County, USA með dásamlegri tónlist eftir Hazel Dickens. Lögin hennar eru algjörlega kyngimagnaðir baráttusöngvar.“ Síðar hafi hann ekið ásamt eiginkonu sinni og ungum syni í gegnum hluta af þessu svæði, austurhéruðum Kentucky, sem séu eitt fátækasta svæði Bandaríkjanna. „Það var bæði sárt og ógleymanlegt að sjá hvernig kapítalisminn hefur skilið eftir samfélagslegt eyðiland, þar sem fólk hefur að nánast engu að hverfa nema vinnu fyrir smánarlaun, atvinnuleysi og ópíóða-neyslu.“ Leigumorðingjar myrtu keppinautinn Viðar nefnir sérstaklega lagið Yablonski Murder sem Hazel söng í Harlan County. Rekur hann söguna sem sögð er í laginu. „Texti lagsins er um það þegar Tony Boyle, sitjandi formaður þess sem var þá eitt öflugasta verkalýðsfélag Bandaríkjanna, United Mine Workers, lét leigumorðingja fara heim til keppniautar síns Jock Yablonski og myrða hann, konu hans og dóttur í köldu blóði. Þetta var á nýársdag árið 1969. Boyle var svo dæmdur í fangelsi og sat þar til dauðadags.“ Viðar segir Yablonski aðeins hafa unnið það sér inn ofstækisfulla og blinda heift sitjandi formanns í námufélaginu með því að gagnrýna taumlausa spillingu og dugleysi innan félagsins. „Hann hafði áunnið sér virðingu og stuðning félagsmanna. Yablonski hafði tilkynnt um framboð til formanns í United Mine Workers og kosningar stóðu fyrir dyrum. Yablonski ætlaði að reyna að steypa Tony Boyle úr formannsstólinum. Hann fékk aldrei tækifæri til þess.“ Eitt af mörgu ótrúlegu við morðið á Yablonski sé að þar hafi ekki verið að verki útsendarar forstjóranna heldur keppinautar hans innan stéttarfélagsins. Meiri grimmd innan félags en hjá ofbeldismönnum „Það er sérstaklega ótrúlegt vegna þess að á þessum árum lifðu margir verkalýðsleiðtogar í ótta við „company thugs“, ofbeldismenn forstjóranna, en þeir voru ekkert í samanburði við grimmdina innan félagsins sjálfs.“ Sem fer sé þó ekki svo að þau sem haldi uppi gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi eða styggi sitjandi klíkur séu myrt í köldu blóði sínu. Engu að síður tali texti úr lagi Hazel Dickens til hans. Well it’s cold blooded murder friends, I’m talking about Now who’s gonna stand up and who’s gonna fight? You better clean up that union, put it on solid ground Get rid of that dirty trash, that keeps a working man down Á íslensku mætti þýða textann svona: Þetta er kaldrifjað morð vinir mínir. Hver ætlar að láta í sér heyra? Hverjir ætla að berjast? Það þarf að taka til í verkalýðsfélaginu, styrkja stoðir þess. Fara út með ruslið, sem heldur hinum vinnandi manni niðri.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54