„Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2021 20:33 Stjórnmálafræðineminn Jón Ingvi deilir því með lesendum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi þegar kemur að leitinni að draumaprinsinum. „Þetta er ein besta tilfinning sem ég upplifi, að fá fólk til að hlæja,“ segir Jón Ingvi Ingimundarson í viðtali við Makamál. Það muna eflaust einhverjir eftir Jóni Ingva úr stefnumótaþáttunum Fyrsta blikið sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr í vetur. Hann og nafni hans Jón Foss áttu mjög eftirminnilegt blint stefnumót þar sem hver brandarinn á fætur öðrum fékk að flakka. Það er óhætt að segja að blint stefnumót þeirra Jóns og Jóns hafi gengið eins og í sögu og fóru þeir báðir á kostum með einstaklega skemmtilegum húmor sínum og einlægum samræðum. Skjáskot Fyrsta blikið Skemmtilegasta upplifun lífsins að taka þátt í Fyrsta blikinu Jón Ingvi er Akureyringur í húð og hár og er núna búsettur í Reykjavík þar sem hann stundar nám við Háskóla Íslands. Ég er að læra stjórnmálafræði, sem er náttúrulega eitthvað annað skemmtilegt. Hann segir lífið ljúft á Stúdentagörðunum þó svo að hann segist reyndar einungis hafa flutt til Reykjavíkur fyrir námið. Þó svo að hann sé enn einhleypur segist hann ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt í Fyrsta blikinu. Ein skrýtnasta, en jafnframt skemmtilegasta, upplifun lífs míns var að taka þátt í Fyrsta blikinu. Ég veit ekki hverju ég átti svo sem von á þegar ég tók þátt og fór eiginlega alveg blint út í þetta. Ég gæti ekki hafa komið sáttari út úr þessu. „Þó svo að ég og Jón Foss höfum ekki átt samleið verð ég að gefa honum sérstakar þakkir fyrir að vera partur af þessari upplifun.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Almenn viðbrögð hafa verið ótrúlega góð, fólk hafði gaman af mér í þáttunum, hugsa að það hafi kannski haft eitthvað með háspennu-brandarann að gera,“ segir Jón og hlær en besta tilfinning sem hann segist upplifa er að fá fólk til að hlæja. Jón Ingvi segir það lykilatriði þegar kemur að ástinni að draumaprinsnum komi vel saman við vini hans. Óskar eftir því að verða boðið á stefnumót Jón segir að Íslendingar séu kannski of mikið að miða stefnumótamenninguna hér á landi við þá bandarísku sem sé í raun gjörólík þeirri íslensku. „Við erum meira í því hér að fara á ísrúnt og í bíltúr eða horfa saman á mynd. Það er oftast það sem kemur upp í hugann þegar talað er um stefnumótamenninguna á Íslandi. Ekki það að ég viti mikið um það, hef ekki farið á stefnumót síðan í þættinum Fyrsta blikið. Svo það má bara endilega einhver bjóða mér á stefnumót.“ Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Ég er búinn að fækka þeim töluvert og er einungis á Tinder þessa dagana. En ég banna samt engum að senda mér skilaboð á Twitter eða Instagram, þau forrit eru alltaf opin.“ Ertu rómantískur? Erfið spurning. Já, ég held það. Ég held að rómatík komi fram í mismunandi formum og myndum. Þegar allt kemur til alls þá er það rómantík að gera eitthvað fyrir makann vegna þess að þú vilt það og þú veist að hann verður ánægður með það. „Þetta er eitthvað sem ég er mjög mikið til í að gera. Þannig að já, ég held að ég sé rómantískur.“ Jón Ingvi er mikill húmoristi og segir það lykilatriði þegar kemur að ástinni að finna einhvern til að hlæja með. „Maður veit þegar maður veit“ Draumastefnumótið og draumakærastinn? „Draumastefnumótið endar oftast á kossi, í hreinskilni sagt. En varðandi draumakærasta þá er það einhver sem ég get talað við þegar mér líður illa og fengið huggun og umhyggju. Einhver sem ég get grínast með og hlegið með. Einhvern sem heldur mér á mottunni en hvetur mig samt áfram í lífinu. Bara einhvern sem passar við mig. Það er svo erfitt að lýsa því einhvern veginn. Maður bara veit þegar maður veit.“ Hér fyrir neðan deilir Jón Ingvi því með lesendum hvað það er sem honum finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor, húmor og HÚMOR - Ég þarf að geta hlegið með einhverjum. Lífið þarf ekki að vera hundrað prósent alvarlegt allan daginn, alla daga. Flipp og svoleiðis er svo skemmtilegt. Að vita hvað maður vill - Ég vil vita hvað þú vilt og hvað þig langar - Hvert ertu að fara og hvernig ætlarðu að fara þangað? Ég veit mína leið, veist þú þína? Ég vil vita hvað þú vilt fá út úr lífinu. Að vera upplýstur - Einhvern sem fylgist með hvað er í gangi - Þegar við erum ekki að flippa vill ég samt líka tala um atvik líðandi stundar. Ertu að fylgjast með? Ég er að því, en það væri næst ef við gætum borið saman glósur. Einhvern sem kemur vel saman við vini mína - Hvað sögðu Spice Girls? „If you wanna be my lover you gotta get with my friends.“ Ég vil einhvern sem ég get kynnt fyrir teyminu mínu og að viðkomandi passi í hópinn. Að geta slakað á - Ég elska að chilla. Ef það væru Ólympíuleikar í því að chilla færi ég fyrir hönd Íslands. En stundum er gott og næs að chilla með einhverjum sem hægt er að slaka á með, kúra og horfa á Netflix, hafa það hygge. OFF: Sjálfhverfa - Get out of here! Ég er of upptekinn að hugsa um sjálfan mig til að heyra í þér tala um þig. Nei djók! En ég vil ekki einhvern sem er alltaf að pæla í sjálfum sér og hugsar ekki út í aðra. Að taka sjálfan sig of alvarlega - Ókei, ókei! Það er hægt að taka sig alvarlega en síðan er líka hægt að ganga of langt. Ég heillast af einhverjum sem getur hlegið að sér. Nenni ekki einhverjum fýlupúka sem fer út í horn þegar ég kem með eitthvað comedy-gold. Leti - Einhver sem nennir aldrei neinu. Ókei, ég er kannski ekki alltaf til í að fara út og gera hluti, halló! Ég elska að chilla. En ef þú nennir ekki einu sinni að fara í Krónuna með mér þá erum við komnir með stórt vandamál. Að hugsa ekki um sig - Þú veist, farðu í sturtu, vertu snyrtilegur og pældu stundum í því hverju þú klæðist þegar þú ferð út. Útlitið er ekki alltaf númer eitt, tvö og þrjú en ég vil samt alltaf sjá smá effort. Óheiðarleiki - Ef þú lýgur að mér um eitthvað mikilvægt er ég out um LEIÐ og ég kemst að því, og ég mun komast að því. Samskipti eru svo mikilvæg og ég vil frekar að þú segir mér ef það er vandamál frekar en þú farir á bak við mig. Við ræðum málin og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Annars ertu lame. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu af kostulegu stefnumóti þeirra Jóns Ingva og Jóns Foss í sjónvarpsþættinum Fyrsta blikið. Fyrir þá sem vilja fylgjast meira með Jóni Ingva þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Jón Ingvi er 22 ára gamall og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er mikill gleðigjafi og tilbúinn í að fara á fleiri stefnumót og njóta lífsins. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Fyrsta blikið Tengdar fréttir Finnst þér í lagi að hrósa fólki fyrir ilm eða lykt? Falleg og einlæg hrós geta dimmu í dagsljós breytt. Hvort sem það kemur frá einhverjum nánum eða frá fólki á förnum vegi. Ekki satt? 29. október 2021 12:31 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Það muna eflaust einhverjir eftir Jóni Ingva úr stefnumótaþáttunum Fyrsta blikið sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr í vetur. Hann og nafni hans Jón Foss áttu mjög eftirminnilegt blint stefnumót þar sem hver brandarinn á fætur öðrum fékk að flakka. Það er óhætt að segja að blint stefnumót þeirra Jóns og Jóns hafi gengið eins og í sögu og fóru þeir báðir á kostum með einstaklega skemmtilegum húmor sínum og einlægum samræðum. Skjáskot Fyrsta blikið Skemmtilegasta upplifun lífsins að taka þátt í Fyrsta blikinu Jón Ingvi er Akureyringur í húð og hár og er núna búsettur í Reykjavík þar sem hann stundar nám við Háskóla Íslands. Ég er að læra stjórnmálafræði, sem er náttúrulega eitthvað annað skemmtilegt. Hann segir lífið ljúft á Stúdentagörðunum þó svo að hann segist reyndar einungis hafa flutt til Reykjavíkur fyrir námið. Þó svo að hann sé enn einhleypur segist hann ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt í Fyrsta blikinu. Ein skrýtnasta, en jafnframt skemmtilegasta, upplifun lífs míns var að taka þátt í Fyrsta blikinu. Ég veit ekki hverju ég átti svo sem von á þegar ég tók þátt og fór eiginlega alveg blint út í þetta. Ég gæti ekki hafa komið sáttari út úr þessu. „Þó svo að ég og Jón Foss höfum ekki átt samleið verð ég að gefa honum sérstakar þakkir fyrir að vera partur af þessari upplifun.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Almenn viðbrögð hafa verið ótrúlega góð, fólk hafði gaman af mér í þáttunum, hugsa að það hafi kannski haft eitthvað með háspennu-brandarann að gera,“ segir Jón og hlær en besta tilfinning sem hann segist upplifa er að fá fólk til að hlæja. Jón Ingvi segir það lykilatriði þegar kemur að ástinni að draumaprinsnum komi vel saman við vini hans. Óskar eftir því að verða boðið á stefnumót Jón segir að Íslendingar séu kannski of mikið að miða stefnumótamenninguna hér á landi við þá bandarísku sem sé í raun gjörólík þeirri íslensku. „Við erum meira í því hér að fara á ísrúnt og í bíltúr eða horfa saman á mynd. Það er oftast það sem kemur upp í hugann þegar talað er um stefnumótamenninguna á Íslandi. Ekki það að ég viti mikið um það, hef ekki farið á stefnumót síðan í þættinum Fyrsta blikið. Svo það má bara endilega einhver bjóða mér á stefnumót.“ Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Ég er búinn að fækka þeim töluvert og er einungis á Tinder þessa dagana. En ég banna samt engum að senda mér skilaboð á Twitter eða Instagram, þau forrit eru alltaf opin.“ Ertu rómantískur? Erfið spurning. Já, ég held það. Ég held að rómatík komi fram í mismunandi formum og myndum. Þegar allt kemur til alls þá er það rómantík að gera eitthvað fyrir makann vegna þess að þú vilt það og þú veist að hann verður ánægður með það. „Þetta er eitthvað sem ég er mjög mikið til í að gera. Þannig að já, ég held að ég sé rómantískur.“ Jón Ingvi er mikill húmoristi og segir það lykilatriði þegar kemur að ástinni að finna einhvern til að hlæja með. „Maður veit þegar maður veit“ Draumastefnumótið og draumakærastinn? „Draumastefnumótið endar oftast á kossi, í hreinskilni sagt. En varðandi draumakærasta þá er það einhver sem ég get talað við þegar mér líður illa og fengið huggun og umhyggju. Einhver sem ég get grínast með og hlegið með. Einhvern sem heldur mér á mottunni en hvetur mig samt áfram í lífinu. Bara einhvern sem passar við mig. Það er svo erfitt að lýsa því einhvern veginn. Maður bara veit þegar maður veit.“ Hér fyrir neðan deilir Jón Ingvi því með lesendum hvað það er sem honum finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor, húmor og HÚMOR - Ég þarf að geta hlegið með einhverjum. Lífið þarf ekki að vera hundrað prósent alvarlegt allan daginn, alla daga. Flipp og svoleiðis er svo skemmtilegt. Að vita hvað maður vill - Ég vil vita hvað þú vilt og hvað þig langar - Hvert ertu að fara og hvernig ætlarðu að fara þangað? Ég veit mína leið, veist þú þína? Ég vil vita hvað þú vilt fá út úr lífinu. Að vera upplýstur - Einhvern sem fylgist með hvað er í gangi - Þegar við erum ekki að flippa vill ég samt líka tala um atvik líðandi stundar. Ertu að fylgjast með? Ég er að því, en það væri næst ef við gætum borið saman glósur. Einhvern sem kemur vel saman við vini mína - Hvað sögðu Spice Girls? „If you wanna be my lover you gotta get with my friends.“ Ég vil einhvern sem ég get kynnt fyrir teyminu mínu og að viðkomandi passi í hópinn. Að geta slakað á - Ég elska að chilla. Ef það væru Ólympíuleikar í því að chilla færi ég fyrir hönd Íslands. En stundum er gott og næs að chilla með einhverjum sem hægt er að slaka á með, kúra og horfa á Netflix, hafa það hygge. OFF: Sjálfhverfa - Get out of here! Ég er of upptekinn að hugsa um sjálfan mig til að heyra í þér tala um þig. Nei djók! En ég vil ekki einhvern sem er alltaf að pæla í sjálfum sér og hugsar ekki út í aðra. Að taka sjálfan sig of alvarlega - Ókei, ókei! Það er hægt að taka sig alvarlega en síðan er líka hægt að ganga of langt. Ég heillast af einhverjum sem getur hlegið að sér. Nenni ekki einhverjum fýlupúka sem fer út í horn þegar ég kem með eitthvað comedy-gold. Leti - Einhver sem nennir aldrei neinu. Ókei, ég er kannski ekki alltaf til í að fara út og gera hluti, halló! Ég elska að chilla. En ef þú nennir ekki einu sinni að fara í Krónuna með mér þá erum við komnir með stórt vandamál. Að hugsa ekki um sig - Þú veist, farðu í sturtu, vertu snyrtilegur og pældu stundum í því hverju þú klæðist þegar þú ferð út. Útlitið er ekki alltaf númer eitt, tvö og þrjú en ég vil samt alltaf sjá smá effort. Óheiðarleiki - Ef þú lýgur að mér um eitthvað mikilvægt er ég out um LEIÐ og ég kemst að því, og ég mun komast að því. Samskipti eru svo mikilvæg og ég vil frekar að þú segir mér ef það er vandamál frekar en þú farir á bak við mig. Við ræðum málin og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Annars ertu lame. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu af kostulegu stefnumóti þeirra Jóns Ingva og Jóns Foss í sjónvarpsþættinum Fyrsta blikið. Fyrir þá sem vilja fylgjast meira með Jóni Ingva þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Jón Ingvi er 22 ára gamall og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er mikill gleðigjafi og tilbúinn í að fara á fleiri stefnumót og njóta lífsins.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Fyrsta blikið Tengdar fréttir Finnst þér í lagi að hrósa fólki fyrir ilm eða lykt? Falleg og einlæg hrós geta dimmu í dagsljós breytt. Hvort sem það kemur frá einhverjum nánum eða frá fólki á förnum vegi. Ekki satt? 29. október 2021 12:31 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Finnst þér í lagi að hrósa fólki fyrir ilm eða lykt? Falleg og einlæg hrós geta dimmu í dagsljós breytt. Hvort sem það kemur frá einhverjum nánum eða frá fólki á förnum vegi. Ekki satt? 29. október 2021 12:31