Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Hallgrímur hefur greinst með Covid og eru nú þau Sóli Hólm og Katrín Halldóra komin í sóttkví. Sóli lætur sér hvergi bregða en segir að ef hann er ekki kominn með Covid eftir að hafa verið sessunautur Hallgríms í heitu ljósi kastara í stúdíóinu þá sé hann einskonar ofurmenni. Hann er þó kominn með neikvætt úr fyrsta prófi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. „Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021 Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent