Börn flosna upp vegna loftslagsbreytinga í vaxandi mæli Heimsljós 1. nóvember 2021 12:25 Frá Mósambík. Save the Children Samkvæmt skýrslunni lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari. Hækkandi hitastig, hækkun sjávarborðs og niðurbrot lands leiddu til þess á síðasta ári að tíu milljónir barna flosnuðu upp frá heimilum sínum. Alþjóðsamtökin Save the children – Barnaheill, vara við því í nýrri skýrslu útgefinni í aðdraganda COP26 í Glasgow, að þessi börn og þúsundir annarra eigi aldrei afturkvæmt heim. Samtökin segja að uppflosnun fólks vegna loftslagsbreytinga sé komin til að vera og vandinn verði sífellt meiri. Samkvæmt skýrslunni lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari, þriðjungurinn á barnsaldri, eða „þrisvar sinnum fleiri en fóru á vergang vegna átaka og ofbeldis,“ eins og segir í skýrslunni. Forsíða skýrslunnar Rannsókn Save the Children byggir á niðurstöðum rúmlega 420 rannsóknarskýrslna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á börn ásamt viðtölum við 125 sérfræðinga. Einnig er rætt við 239 börn sem búa á áhættusvæðum í fimm heimsálfum, Fiji, Írak, Malí, Mósambík og Perú. Fram kemur í frétt Save the Children um skýrsluna að börn í öllum heimsálfunum fyndu þegar fyrir hrikalegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þeirra. Mörg þeirra hefðu neyðst til að flýja heimkynni sín, oftast úr dreifbýli í þéttbýli, og stundum hefðu þau þurft að ferðast ein. Sum barnanna nefndu að loftslagsbreytingarnir væru að auka á fátækt þeirra og kyrrsetja þau á áhættustöðum. „Sum börn slepptu máltíðum, mættu ekki í skóla, voru þvinguð til vinnu, í barnahjónabönd, götubetl, eða misnotuð kynferðislega,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent
Hækkandi hitastig, hækkun sjávarborðs og niðurbrot lands leiddu til þess á síðasta ári að tíu milljónir barna flosnuðu upp frá heimilum sínum. Alþjóðsamtökin Save the children – Barnaheill, vara við því í nýrri skýrslu útgefinni í aðdraganda COP26 í Glasgow, að þessi börn og þúsundir annarra eigi aldrei afturkvæmt heim. Samtökin segja að uppflosnun fólks vegna loftslagsbreytinga sé komin til að vera og vandinn verði sífellt meiri. Samkvæmt skýrslunni lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari, þriðjungurinn á barnsaldri, eða „þrisvar sinnum fleiri en fóru á vergang vegna átaka og ofbeldis,“ eins og segir í skýrslunni. Forsíða skýrslunnar Rannsókn Save the Children byggir á niðurstöðum rúmlega 420 rannsóknarskýrslna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á börn ásamt viðtölum við 125 sérfræðinga. Einnig er rætt við 239 börn sem búa á áhættusvæðum í fimm heimsálfum, Fiji, Írak, Malí, Mósambík og Perú. Fram kemur í frétt Save the Children um skýrsluna að börn í öllum heimsálfunum fyndu þegar fyrir hrikalegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þeirra. Mörg þeirra hefðu neyðst til að flýja heimkynni sín, oftast úr dreifbýli í þéttbýli, og stundum hefðu þau þurft að ferðast ein. Sum barnanna nefndu að loftslagsbreytingarnir væru að auka á fátækt þeirra og kyrrsetja þau á áhættustöðum. „Sum börn slepptu máltíðum, mættu ekki í skóla, voru þvinguð til vinnu, í barnahjónabönd, götubetl, eða misnotuð kynferðislega,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent