Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Snorri Másson skrifar 1. nóvember 2021 12:23 Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs furðaði sig á því í Silfrinu í gær, hve mikil viðbrögðin væru nú við innlögnum á sjúkrahús, miðað við hve hófleg þau voru í samanburði árið 2009, þegar svínaflensan reið yfir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir slíkan samanburð. Vísir Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21