„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Þorgrímur Smári Ólafsson með dóttur þeirra Karenar Knútsdóttur sem vel gæti átt eftir að láta til sín taka í handboltanum þegar fram líða stundir. Stöð 2 „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira