Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 10:37 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira