Eiki hljóðmaður: „Viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 09:00 Eiki hljóðmaður og svipurinn frægi. Stöð 2 Sport „Spurning frá Eika hljóðmanni,“ er orðin fastur liður í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni spurði Eiki þá Darra Frey Atlason og Matthías Sigurðsson út í lottóið er kemur að erlendum leikmennum og hvaða lið hefði unnið. Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti