Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 14:01 Hæstiréttur mun úrskurða um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi vald til að setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Úrskurður mun ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári. Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira