Urður verðlaunuð fyrir störf sín í þágu fólks með ADHD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 13:55 Urður á málþinginu í dag. Urður Njarðvík prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands var sæmd hvatningarverðlaunum ADHD-samtakanna á málþinginu Orkuboltar og íþróttir sem samtökin standa fyrir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum. Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum.
Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15