Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 12:15 Börn að leik í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira