Í hugleiðingum veðurfræðings segir að spáð sé hita á bilinu tvö til átta stig í dag. Seinnipartinn dregur úr úrkomu og sömuleiðis dregur smám saman úr vindi.
„Fremur hæg norðaustlæg átt á morgun og væta með köflum á norður- og austurlandi, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Hitinn helst áfram svipaður, en síðdegis snýst í norðan 5-13 m/s og kólnar.
Á sunnudag er svo útlit fyrir svala norðlæga átt með snjókomu eða slyddu fyrir norðan, en áfram þurrt og bjart á Suðvesturlandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s og væta með köflum, en bjartviðri um landið SV-vert. Hiti 2 til 7 stig.
Á sunnudag: Norðlæg átt 5-10 og stöku él, en norðvestan 10-18 og dálítil slydda við A-ströndina. Yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Hiti um og yfir frostmarki.
Á mánudag: Norðlæg átt 8-15 og él, en þurrt og bjart S-lands. Hiti um eða undir frostmarki.
Á þriðjudag: Minnkandi norðlæg átt og dálítil él N- og A-lands, en bjart að mestu á S- og V-landi. Svalt í veðri.
Á miðvikudag: Suðvestlæg átt og rigning eða slydda, en þurrt að kalla um landið A-vert. Hlýnar í veðri.
Á fimmtudag: Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað eystra. Hiti 0 til 7 stig.