Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 22:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira