Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2021 17:45 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur möguleika liðsins á að komast upp úr riðlinum góða. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. „Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira