Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2021 07:30 Aðeins um 40 prósent kvenna hafa mætt í sýnatöku á heilsugæsluna. Aðrar hafa valið að láta kvensjúkdómalækninn sinn um að taka sýni, jafnvel þótt verðmunurinn sé nokkur. Getty Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. Hinn 30. júní síðastliðinn sendi Embætti landslæknis Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu erindi þar sem embættið vildi koma nokkrum atriðum á framfæri við samhæfingarstöðina. Þá krafðist embættið svara við nokkrum spurningum. Í erindinu kemur meðal annars fram að í lok júní hefðu um 50 konur ekki enn fengið svarbréf á island.is með niðurstöðum sýna sem tekin voru í janúar eða febrúar. Embættið óskaði eftir því að staðfestingum SKS yrði hraðað og vinna við að koma svörum til kvenna sett í forgang. Alma Möller landlæknir. Þá sagði í erindinu að embættinu hefðu borist ábendingar frá konum um að við boðun hefðu þær ekki fengið upplýsingar um að þær gætu farið til kvensjúkdómalæknis í sýnatöku. Sömuleiðis hefði SKS látið það í hendur sérfræðilækna að svara konum og sjá til þess að þær fengju nauðsynlega framhaldsrannsókn. Betur færi á því að öll sýni færu í sama farveg eftir að þau væru tekin, óháð því hvar það væri gert. Konur og öryggi þeirra látnar njóta vafans Eftir að heilsugæslan tók við skimunarverkefninu af Krabbameinsfélaginu komst upp að sumum konum var synjað um sýnarannsókn vegna meintrar ofskimunar, jafnvel konum sem höfðu farið í sýnatöku vegna einkenna. Embætti landlæknis óskaði eftir þvi að fá að vita hvort og hve oft SKS hefði hafnað því að rannsaka skimunarsýni og hvernig hefði verið farið með þau sýni. Þá sagði embættið að vafatilvik gætu komið upp en þau þyrfti að skoða hvert fyrir sig og sameiginlega af læknum konunnar. Konan og öryggi hennar ættu alltaf að njóta vafans. Í svörum SKS, sem bárust 23. júlí, var spurningum um fjölda ekki svarað en greint frá því að SKS hefði „nú sent til skoðunar öll sýni sem voru á bið, þrátt fyrir grun um ofskimun“. Það yrði gert áfram. Leghálsskimanir Um mitt ár höfðu um 10 þúsund konur mætt í leghálsskimun, samanborið við 11 þúsund árið 2020. Alls höfðu um 12 þúsund konur fengið boð í skimun, samkvæmt svörum landlæknisembættisins við fyrirspurnum Vísis. Þessum tölum ber þó að taka með fyrirvara, meðal annars vegna þess að það getur haft töluverð áhrif á tölurnar hvaða dag þær eru teknar saman. Það er að segja, tölurnar geta hækkað mjög mikið milli daga. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að 60 prósent þeirra sýna sem send hefðu verið út til Danmerkur hefðu verið tekin hjá kvensjúkdómalæknum en 40 prósent hjá heilsugæslunni, þrátt fyrir töluverðan verðmun. Hvað varðar einkennasýnin hefðu þau verið sérmerkt og send til Danmörkur „með forgangi“. Í ítarlegri svörum um það hvort einhver einkennasýni hefðu ekki verið send áfram og hvað hefði þá verið gert við þau, sagði að engum sýnum hefði verið fargað. Ekkert kom fram um það hversu mörg einkennasýni hefðu verið sett til hliðar. Í svörum við fyrirspurn Vísis kom fram að upplýsingar um fjölda þessara sýna lægju ekki fyrir þar sem þau hefðu öll verið send áfram að lokum. Þau hefðu hins vegar verið „örfá“. Svartíminn nú 29 dagar að meðaltali Samkvæmt heimildum Vísis urðu ákveðin vatnaskil í skimunarverkefninu þegar Ágúst Ingi Ágústsson, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, tók við sem verkefnastjóri samhæfingarstöðvarinnar. Vísir hefur rætt við kvensjúkdómalækna sem fagna aðkomu Ágústs að verkefninu og þá hafa margar konur lýst góðri reynslu af samskiptum við samhæfingarstöðina síðan hann hóf störf. Svartíminn vegna sýna hefur einnig stórbatnað frá áramótum en þetta sést afar greinilega á grafi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deildi á vefsíðu sinn í vikunni. Þar segir í tilkynningu að í september hafi náðst sá áfangi að einungis 29 dagar líði að meðaltali frá því að kona mæti í skimun og þangað til hún fær svar. Þetta er nokkuð frá þeim tíu til fjórtán dögum sem konum var lofað þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Margt hefur haft áhrif á biðtímann, meðal annars vinna við kerfið sem á að halda utan um skimanirnar. Sú vinna fór seint af stað og stendur enn yfir. Um áramótin stendur hins vegar til að Landspítalinn taki við rannsóknum sýna og hafa yfirmenn spítalans sagt að hægt verði að skila niðurstöðum úr HPV-rannsóknum, sem verður langalgengasta rannsóknin, á tveimur til þremur dögum. Spítalinn býr nú að öflugum vélum til slíkra rannsókna en um er að ræða sömu tæki og notuðu eru við greiningu Covid-19 sýna. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hinn 30. júní síðastliðinn sendi Embætti landslæknis Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu erindi þar sem embættið vildi koma nokkrum atriðum á framfæri við samhæfingarstöðina. Þá krafðist embættið svara við nokkrum spurningum. Í erindinu kemur meðal annars fram að í lok júní hefðu um 50 konur ekki enn fengið svarbréf á island.is með niðurstöðum sýna sem tekin voru í janúar eða febrúar. Embættið óskaði eftir því að staðfestingum SKS yrði hraðað og vinna við að koma svörum til kvenna sett í forgang. Alma Möller landlæknir. Þá sagði í erindinu að embættinu hefðu borist ábendingar frá konum um að við boðun hefðu þær ekki fengið upplýsingar um að þær gætu farið til kvensjúkdómalæknis í sýnatöku. Sömuleiðis hefði SKS látið það í hendur sérfræðilækna að svara konum og sjá til þess að þær fengju nauðsynlega framhaldsrannsókn. Betur færi á því að öll sýni færu í sama farveg eftir að þau væru tekin, óháð því hvar það væri gert. Konur og öryggi þeirra látnar njóta vafans Eftir að heilsugæslan tók við skimunarverkefninu af Krabbameinsfélaginu komst upp að sumum konum var synjað um sýnarannsókn vegna meintrar ofskimunar, jafnvel konum sem höfðu farið í sýnatöku vegna einkenna. Embætti landlæknis óskaði eftir þvi að fá að vita hvort og hve oft SKS hefði hafnað því að rannsaka skimunarsýni og hvernig hefði verið farið með þau sýni. Þá sagði embættið að vafatilvik gætu komið upp en þau þyrfti að skoða hvert fyrir sig og sameiginlega af læknum konunnar. Konan og öryggi hennar ættu alltaf að njóta vafans. Í svörum SKS, sem bárust 23. júlí, var spurningum um fjölda ekki svarað en greint frá því að SKS hefði „nú sent til skoðunar öll sýni sem voru á bið, þrátt fyrir grun um ofskimun“. Það yrði gert áfram. Leghálsskimanir Um mitt ár höfðu um 10 þúsund konur mætt í leghálsskimun, samanborið við 11 þúsund árið 2020. Alls höfðu um 12 þúsund konur fengið boð í skimun, samkvæmt svörum landlæknisembættisins við fyrirspurnum Vísis. Þessum tölum ber þó að taka með fyrirvara, meðal annars vegna þess að það getur haft töluverð áhrif á tölurnar hvaða dag þær eru teknar saman. Það er að segja, tölurnar geta hækkað mjög mikið milli daga. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að 60 prósent þeirra sýna sem send hefðu verið út til Danmerkur hefðu verið tekin hjá kvensjúkdómalæknum en 40 prósent hjá heilsugæslunni, þrátt fyrir töluverðan verðmun. Hvað varðar einkennasýnin hefðu þau verið sérmerkt og send til Danmörkur „með forgangi“. Í ítarlegri svörum um það hvort einhver einkennasýni hefðu ekki verið send áfram og hvað hefði þá verið gert við þau, sagði að engum sýnum hefði verið fargað. Ekkert kom fram um það hversu mörg einkennasýni hefðu verið sett til hliðar. Í svörum við fyrirspurn Vísis kom fram að upplýsingar um fjölda þessara sýna lægju ekki fyrir þar sem þau hefðu öll verið send áfram að lokum. Þau hefðu hins vegar verið „örfá“. Svartíminn nú 29 dagar að meðaltali Samkvæmt heimildum Vísis urðu ákveðin vatnaskil í skimunarverkefninu þegar Ágúst Ingi Ágústsson, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, tók við sem verkefnastjóri samhæfingarstöðvarinnar. Vísir hefur rætt við kvensjúkdómalækna sem fagna aðkomu Ágústs að verkefninu og þá hafa margar konur lýst góðri reynslu af samskiptum við samhæfingarstöðina síðan hann hóf störf. Svartíminn vegna sýna hefur einnig stórbatnað frá áramótum en þetta sést afar greinilega á grafi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deildi á vefsíðu sinn í vikunni. Þar segir í tilkynningu að í september hafi náðst sá áfangi að einungis 29 dagar líði að meðaltali frá því að kona mæti í skimun og þangað til hún fær svar. Þetta er nokkuð frá þeim tíu til fjórtán dögum sem konum var lofað þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Margt hefur haft áhrif á biðtímann, meðal annars vinna við kerfið sem á að halda utan um skimanirnar. Sú vinna fór seint af stað og stendur enn yfir. Um áramótin stendur hins vegar til að Landspítalinn taki við rannsóknum sýna og hafa yfirmenn spítalans sagt að hægt verði að skila niðurstöðum úr HPV-rannsóknum, sem verður langalgengasta rannsóknin, á tveimur til þremur dögum. Spítalinn býr nú að öflugum vélum til slíkra rannsókna en um er að ræða sömu tæki og notuðu eru við greiningu Covid-19 sýna.
Leghálsskimanir Um mitt ár höfðu um 10 þúsund konur mætt í leghálsskimun, samanborið við 11 þúsund árið 2020. Alls höfðu um 12 þúsund konur fengið boð í skimun, samkvæmt svörum landlæknisembættisins við fyrirspurnum Vísis. Þessum tölum ber þó að taka með fyrirvara, meðal annars vegna þess að það getur haft töluverð áhrif á tölurnar hvaða dag þær eru teknar saman. Það er að segja, tölurnar geta hækkað mjög mikið milli daga. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að 60 prósent þeirra sýna sem send hefðu verið út til Danmerkur hefðu verið tekin hjá kvensjúkdómalæknum en 40 prósent hjá heilsugæslunni, þrátt fyrir töluverðan verðmun.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent