Eiki hljóðmaður hefur slegið í gegn og kom aftur með skemmtilega spurningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 14:31 Eiríkur Hilmisson var að vinna í Ljónagryfjunni en kom samt spurningu inn í þáttinn. Skjámynd/S2 Sport Nýr fastur liður í Subway-Körfuboltakvöldi er spurningin frá Eika hljóðmanni sem fékk að spyrja sérfræðinga þáttarins góða spurningu. Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021 Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira