Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 21:46 Þórólfur (fyrir miðju) mun iðulega birta stuttar færslur á covid.is. Með honum á myndinni eru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16