Hvolpasveitin í Valsliðinu tekin fyrir í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 12:00 Seinni bylgjan fékk senda þessa mynd af Hvolpasveit Valsmanna. Seinni bylgjan Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu. Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn