Hvolpasveitin í Valsliðinu tekin fyrir í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 12:00 Seinni bylgjan fékk senda þessa mynd af Hvolpasveit Valsmanna. Seinni bylgjan Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu. Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik