Hvolpasveitin í Valsliðinu tekin fyrir í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 12:00 Seinni bylgjan fékk senda þessa mynd af Hvolpasveit Valsmanna. Seinni bylgjan Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu. Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni fóru í gær yfir frammistöðu ungu leikmanna Valsliðsins í forföllum lykilmanna liðsins. „Ungu drengirnir í Val. Þetta var ofboðslega ungt lið sem var að spila á móti KA og við fengum senda mynd frá aðdáanda Seinni bylgjunnar. Þetta er liðið sem vann KA í gær og þeir unnu þá mjög sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvolpasveitin. Arnór Snær Óskarsson, geggjaður með sjö mörk úr sjö skotum. Tumi Steinn á miðjunni frábær og sendir þarna á bróðir hans Arnórs Snæs sem fær vítakast. Ég hlýt að geta fullyrt það að þetta sé yngsta útilínan í deildinni,“ sagði Stefán Árni. „Þeir eru að gera þetta mjög vel og boltinn gengur mjög vel. ÍBV lenti í þeim um daginn og réðu ekkert við þá. Fyrir fram hefðum við sagt að þetta væri varaútilínan hjá þeim,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hvolpasveit Valsmanna „Ég öfunda ekki þá sem ætla sér að fara koma inn miðað við þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en á skjánum var tölfræðin há þeim Benedikt Óskarssyni, Tuma Stein Rúnarssyni og Arnóri Snæ Óskarssyni sem voru saman með 17 mörk úr aðeins 22 skotum og 12 sköpuð færi á móti KA. „ Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa þrjá er að þeir spila ekkert flókinn handbolta. Þetta er bara sami handboltinn og Valur er að spila. Þeir eru svo beinskeyttir og koma beint maður á mann en kunna samt að losa boltann. Þetta er einfalt en ofboðslega árangursríkt,“ sagði Ásgeir Örn. „Allir þrír, líka hann Arnór hægra megin. Það er ekki alltaf sem örvhentu mennirnir eru þannig í boltanum en virðist vera ótrúlega flinkur að losa boltann og hefur mjög gott auga fyrir spilinu. Það er greinilegt að þeir hafa setið með pabbanum og stúderað þetta í botn,“ sagði Rúnar en eins og flestir vita þá er Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins, faðir þeirra Arnórs og Benedikts. Það má sjá allt spjallið um Hvolpasveit Valsmanna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira