Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Benedikt Guðmundsson hefur byrjað vel með Njarðvíkurliðið sem tapaði þó í kvöld. Vísir / Hulda Margrét „Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. „Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild, þú þarft að hitta á toppleik og við náðum því ekki núna. Við fengum flugeldasýningu frá Óla Óla sem skipti algjörlega sköpum,“ en áðurnefndur Ólafur skoraði sjö þriggja stiga körfur í kvöld. Fotios Lampropoulos fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta hjá Njarðvík og það gerði baráttuna undir körfunni gegn hinum geysiöfluga Ivan Aurrecoechea enn erfiðari. „Við erum búnir að vera alveg að sársaukamörkum varðandi meiðsli og það var vont að missa Loga Gunnarsson. Það síðasta sem við máttum við núna var að missa mann í villuvandræði og hvað þá Fotios. Ef einhver hefði átt að lenda í því þá mátti það ekki vera hann. Það gerðist og við vorum ekki sammála því.“ „Mér fannst við ná að halda okkur inni í leiknum á meðan. Síðan snerist þetta um hver ætlaði að setja stóra skotið í lokin og það kom frá þeim.“ Ákefðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum í kvöld. Benedikt og Daníel Guðni Guðmundsson kollegi hans hinu megin fengu báðir tæknivillur og það var vel mætt í stúkuna þar sem stemmningin var frábær. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og leikirnir í dag eru flestir eins og úrslitakeppnin var fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var talað um að toppa í úrslitakeppninni og menn kannski ekki beint að spara sig, en mögulega ekki að setja allt sem þeir áttu svona snemma á tímabilinu.“ „Núna þarftu bara að gera það frá byrjun til þess að vera með í úrslitakeppninni því það eru alltaf einhver góð lið sem sitja eftir. Þess vegna eru leikirnir eins og þetta sé úrslitakeppni alltaf,“ sagði Benedikt að lokum. UMF Grindavík UMF Njarðvík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
„Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild, þú þarft að hitta á toppleik og við náðum því ekki núna. Við fengum flugeldasýningu frá Óla Óla sem skipti algjörlega sköpum,“ en áðurnefndur Ólafur skoraði sjö þriggja stiga körfur í kvöld. Fotios Lampropoulos fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta hjá Njarðvík og það gerði baráttuna undir körfunni gegn hinum geysiöfluga Ivan Aurrecoechea enn erfiðari. „Við erum búnir að vera alveg að sársaukamörkum varðandi meiðsli og það var vont að missa Loga Gunnarsson. Það síðasta sem við máttum við núna var að missa mann í villuvandræði og hvað þá Fotios. Ef einhver hefði átt að lenda í því þá mátti það ekki vera hann. Það gerðist og við vorum ekki sammála því.“ „Mér fannst við ná að halda okkur inni í leiknum á meðan. Síðan snerist þetta um hver ætlaði að setja stóra skotið í lokin og það kom frá þeim.“ Ákefðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum í kvöld. Benedikt og Daníel Guðni Guðmundsson kollegi hans hinu megin fengu báðir tæknivillur og það var vel mætt í stúkuna þar sem stemmningin var frábær. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og leikirnir í dag eru flestir eins og úrslitakeppnin var fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var talað um að toppa í úrslitakeppninni og menn kannski ekki beint að spara sig, en mögulega ekki að setja allt sem þeir áttu svona snemma á tímabilinu.“ „Núna þarftu bara að gera það frá byrjun til þess að vera með í úrslitakeppninni því það eru alltaf einhver góð lið sem sitja eftir. Þess vegna eru leikirnir eins og þetta sé úrslitakeppni alltaf,“ sagði Benedikt að lokum.
UMF Grindavík UMF Njarðvík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15