Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 16:17 Byrjað var að bólusetja börn gegn Covid-19 í Laugardalshöll síðastliðinn ágúst. Vísir/Vilhelm Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47