Ísland og Kýpur mætast í undankeppni HM kvenna í fótbolta en um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á árinu.
Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan og í textalýsingu þar fyrir neðan má sjá allt það helsta sem fram kom á fundinum.
Ísland kom sér í góða stöðu í undankeppninni með 4-0 sigri gegn Tékklandi á föstudagskvöld en Kýpur hefur tapað 8-0 gegn bæði Tékklandi og Hollandi, og 4-1 gegn Hvíta-Rússlandi.