Mauricio Pochettino tefldi fram sóknarþríeykinu ógurlega; þeim Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe en markaskorun var ekki upp á teningnum hjá leikmönnum liðanna.
Reyndar skoruðu liðin sitt markið hvert í fyrri hálfleiknum en bæði voru þau dæmd af eftir VAR skoðun.
Achraf Hakimi, varnarmaður PSG, fékk að líta rauða spjaldið á 57.mínútu og fór að lokum svo að ekkert mark var skorað í leiknum.
Lokatölur 0-0 og hefur PSG sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Marseille í 4.sæti með tíu stigum minna en PSG.