Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 13:30 Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum að kynna verkefnið fyrir sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum. Landbúnaður Árborg Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum.
Landbúnaður Árborg Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira