Elías Már hóf leik á varamannabekknum og horfði á liðsfélaga sína lenda undir strax á fimmtu mínútu leiksins. 1-0 varð 2-0 á 66.mínútu og í kjölfarið var Elíasi skipt inná.
Hann hafði verið inn á vellinum í rúma mínútu þegar Guingamp komst í 3-0.
Nimes náði að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu á 80.mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-1.
Nimes í 16.sæti frönsku B-deildarinnar, tveimur stigum frá fallsvæðinu eftir þrettán leiki.