Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. október 2021 20:04 Sóley Björg Ingibergsdóttir. vísir Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira