Forsætisráðherra segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel en Alþingi komi ekki saman fyrr en kjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Heimir Már fylgdist með málinu í dag og ræddi við formenn stjórnarflokkanna.
Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar óvenjulegt dyraat var gert heima hjá henni í vikunni. Ungmenni um allan bæ virðast hafa tekið upp á því að gera svokallað Tiktok dyraat við lítinn fögnuð fullorðinna.
Leikmyndahönnuður segir slysaskot Alecs Baldwins þar sem tökumaður lést, víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn.
Og við kíkjum út á lífið í miðbæ Reykjavíkur en þetta er fyrsta helgin síðan í sumar sem tvö þúsund manns mega koma saman og opnunartími hefur verið lengdur. Óttar Kolbeinsson Proppé ætlar fylgist með því í beinni útsendingu í fréttatímanum okkar.