Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 18:31 Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47