Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 14:00 Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA eru vonbrigðalið tímabilsins að mati Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. vísir/vilhelm Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira