Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 14:00 Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA eru vonbrigðalið tímabilsins að mati Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. vísir/vilhelm Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira