Þorsteinn: Við viljum fara á HM og því ætlum við að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:01 Íslensku stelpurna fagna hér marki á móti Írlandi á Laugardalsvellinum í sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM þegar Tékkar mæta á Laugardalsvöllinn. Þetta er leikur sem má ekki tapast og verður helst að vinnast ætli stelpurnar okkar að komast á HM í fyrsta skiptið. Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira