Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir á heimsleikunum í CrossFit í júlílok. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi. CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi.
CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira