Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 73-89 | Afskaplega þægilegt fyrir Keflavík í hellinum Sæbjörn Þor Steinke skrifar 21. október 2021 22:50 Keflvíkingar hafa unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. Vísir/Hulda Margrét Keflavík heimsótti TM-hellinn við Seljaskóla í kvöld og vann afskaplega öruggan 16 stiga sigur á heimamönnum í ÍR, 89-73. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan ÍR er á botninum án sigurs. Eftir að Keflavík komst í fyrsta skiptið yfir, í stöðunni 3-4, var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Keflavík gat spilað sinn leik, voru smá stund að ná góðum takti en á sama tíma náði ÍR aldrei takti í fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með tíu stigum eftir tíu mínútur og með 23 stigum í hálfleik. Keflavík gat spilað sinn sóknarleik og var sóknarleikur liðsins nánast ekki í neinni sókn þvingaður. ÍR þurfti að hafa mikið fyrir flestum sínum stigum þegar Keflvíkingar náðu að stilla upp í fimm manna vörn. Í seinni hálfleik náði ÍR betri takti í sínum leik og þurfti ekki að hafa jafnmikið fyrir hlutunum. Fleiri lögðu hendur á plóg en Keflavík var alltaf með stjórnina og gestirnir þurftu aldrei að hafa of miklar áhyggjur af hlutunum. Af hverju vann Keflavík? Keflavík er lið með það markmið að vinna alla titlana. ÍR er að horfa í að halda sæti sínu deildinni og með frábæru tímabili kemst liðið í úrslitakeppni. Það er ansi mikill munur gæðalega á liðunum og kannski endurspeglast best í því að þeir Halldór Garðar Hermannsson og Jaka Brodnik voru fyrstu tvö nöfnin sem komu inn af bekknum hjá Keflavík. Liðið vann afskaplega sannfærandi þrátt fyrir að Valur Orri hafi ekki skorað stig í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Stóru mennirnir David Okeke og Dominykas Milka voru öflugir fyrir gestina. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði ekki stig í síðasta leik en sýndi mun betri takta í kvöld. Þeir Sæþór Elmar og Sigvaldi heilluðu mest í liði gestanna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk illa heilt yfir en í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að skora meira en þrjú stig í röð og það boðar ekki á gott í körfubolta. Upplifunin í kvöld var sú að þessi lið væru ekki að spila í sömu deild, gæðamunurinn var slíkur. Borche var mikið að láta Breka Gylfason heyra það svo allir tóku eftir. Breki átti svo ein af tilþrifum kvöldsins þegar hann eyðilagði frábæra sókn Keflvíkinga með því að verja skot frá Okeke. Collin Pryor var einn af þeim sem áttu ekki góðan dag. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir nýliða Breiðabliks í næstu umferð og ÍR fer til Þorlákshafnar og mætir þar Íslandsmeisturunum. Borche: Nokkrir leikmenn sem voru ekki til staðar í kvöld Borche var svekktur í leikslok.vísir/vilhelm „Mér líður auðvitað ekki vel, leikurinn var í raun búinn í hálfleik. Við reyndum samt í seinni hálfleik en það sást að við erum ekki með sömu gæðin og Keflavík. Þeir komu klárir og undirbúnir en á sama tíma gátum við ekki tengt sóknarlega auk þess að þeir skoruðu 51 stig á okkur,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld. Borche segir að ÍR-ingar hafi ætlað að reyna ná muninum niður í tíu stig en þegar þeir komust nærri því þá nýttu reynslumiklir Keflvíkingar mistök heimamanna og bættu við forystuna. „Þetta endaði eins og þetta endaði, með sextán stigum. Í kvöld vantaði nokkra leikmenn, þeir voru einfaldlega ekki til staðar í kvöld, ekki tilbúnir í leikinn.“ „Við þurfum að gera liðum erfitt fyrir í Seljaskóla eins og við höfum gert. Lið eiga ekki að vinna eins og Keflavík vann í kvöld. Ef þú ert að tapa þá viltu tapa með reisn, ekki eins og í kvöld. Það er margt sem þarf að laga.“ Borche segir tapið í kvöld ekki gott fyrir andann í hópnum og segir menn þurfa að stíga upp fyrir næstu leikir. „Við þurfum að nálgast leikinn á annan hátt en við gerðum í dag. Collin Pryor var ekki hann sjálfur, Breki var í engum takti og það voru fleiri eins og Shakir og Tomas.“ „Róbert og Sæþór komu vel inn og ég var ánægður með þá. Ungu strákarnir, ég nefni sérstaklega Benna, þeir sýndu að þeir vildu berjast,“ sagði Borche. Subway-deild karla ÍR Keflavík ÍF
Keflavík heimsótti TM-hellinn við Seljaskóla í kvöld og vann afskaplega öruggan 16 stiga sigur á heimamönnum í ÍR, 89-73. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan ÍR er á botninum án sigurs. Eftir að Keflavík komst í fyrsta skiptið yfir, í stöðunni 3-4, var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Keflavík gat spilað sinn leik, voru smá stund að ná góðum takti en á sama tíma náði ÍR aldrei takti í fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með tíu stigum eftir tíu mínútur og með 23 stigum í hálfleik. Keflavík gat spilað sinn sóknarleik og var sóknarleikur liðsins nánast ekki í neinni sókn þvingaður. ÍR þurfti að hafa mikið fyrir flestum sínum stigum þegar Keflvíkingar náðu að stilla upp í fimm manna vörn. Í seinni hálfleik náði ÍR betri takti í sínum leik og þurfti ekki að hafa jafnmikið fyrir hlutunum. Fleiri lögðu hendur á plóg en Keflavík var alltaf með stjórnina og gestirnir þurftu aldrei að hafa of miklar áhyggjur af hlutunum. Af hverju vann Keflavík? Keflavík er lið með það markmið að vinna alla titlana. ÍR er að horfa í að halda sæti sínu deildinni og með frábæru tímabili kemst liðið í úrslitakeppni. Það er ansi mikill munur gæðalega á liðunum og kannski endurspeglast best í því að þeir Halldór Garðar Hermannsson og Jaka Brodnik voru fyrstu tvö nöfnin sem komu inn af bekknum hjá Keflavík. Liðið vann afskaplega sannfærandi þrátt fyrir að Valur Orri hafi ekki skorað stig í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Stóru mennirnir David Okeke og Dominykas Milka voru öflugir fyrir gestina. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði ekki stig í síðasta leik en sýndi mun betri takta í kvöld. Þeir Sæþór Elmar og Sigvaldi heilluðu mest í liði gestanna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk illa heilt yfir en í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að skora meira en þrjú stig í röð og það boðar ekki á gott í körfubolta. Upplifunin í kvöld var sú að þessi lið væru ekki að spila í sömu deild, gæðamunurinn var slíkur. Borche var mikið að láta Breka Gylfason heyra það svo allir tóku eftir. Breki átti svo ein af tilþrifum kvöldsins þegar hann eyðilagði frábæra sókn Keflvíkinga með því að verja skot frá Okeke. Collin Pryor var einn af þeim sem áttu ekki góðan dag. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir nýliða Breiðabliks í næstu umferð og ÍR fer til Þorlákshafnar og mætir þar Íslandsmeisturunum. Borche: Nokkrir leikmenn sem voru ekki til staðar í kvöld Borche var svekktur í leikslok.vísir/vilhelm „Mér líður auðvitað ekki vel, leikurinn var í raun búinn í hálfleik. Við reyndum samt í seinni hálfleik en það sást að við erum ekki með sömu gæðin og Keflavík. Þeir komu klárir og undirbúnir en á sama tíma gátum við ekki tengt sóknarlega auk þess að þeir skoruðu 51 stig á okkur,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld. Borche segir að ÍR-ingar hafi ætlað að reyna ná muninum niður í tíu stig en þegar þeir komust nærri því þá nýttu reynslumiklir Keflvíkingar mistök heimamanna og bættu við forystuna. „Þetta endaði eins og þetta endaði, með sextán stigum. Í kvöld vantaði nokkra leikmenn, þeir voru einfaldlega ekki til staðar í kvöld, ekki tilbúnir í leikinn.“ „Við þurfum að gera liðum erfitt fyrir í Seljaskóla eins og við höfum gert. Lið eiga ekki að vinna eins og Keflavík vann í kvöld. Ef þú ert að tapa þá viltu tapa með reisn, ekki eins og í kvöld. Það er margt sem þarf að laga.“ Borche segir tapið í kvöld ekki gott fyrir andann í hópnum og segir menn þurfa að stíga upp fyrir næstu leikir. „Við þurfum að nálgast leikinn á annan hátt en við gerðum í dag. Collin Pryor var ekki hann sjálfur, Breki var í engum takti og það voru fleiri eins og Shakir og Tomas.“ „Róbert og Sæþór komu vel inn og ég var ánægður með þá. Ungu strákarnir, ég nefni sérstaklega Benna, þeir sýndu að þeir vildu berjast,“ sagði Borche.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti