Lítil bókabrenna á Gróttu Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2021 14:13 Dulmögnuð stemming var úti á Gróttu í gærkvöldi en þar var lesið upp úr nýútkomnum bókum Dags Hjartarsonar og Elísabetar Jökulsdóttur. Kamilija Teklė Čižaitė Bókabrenna er ekki það sama og bókabrenna. Bækur Elísabetar og Dags seldustu allar á Tunglkvöldi við Gróttuvita í gærkvöldi en ein bók var brennd stemmningarinnar vegna. „Já, þetta gekk vonum framar. Það var góð mæting og fólk óhrætt við að stíga út fyrir borgarlýsinguna og inn í myrkur tunglsins. Við seldum öll eintökin,“ segir Dagur Hjartarson skáld, rithöfundur og annar forleggjari Tungls forlags. Félagi hans er Ragnar Helgi Ólafsson. Í gær var haldið svokallað tunglkvöld á vegum útgáfunnar, í gamla bænum við Gróttuvita en viðburðurinn var hluti af dagskrá Sequences-listahátíðarinnar. Þar var fagnað útgáfu bókanna Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem var sérstakur heiðursgestur uppákomunnar og svo Ljósagangur: Vísindaskáldsaga eftir Dag. Bækurnar voru aðeins gefnar út í 69 eintökum og það lá fyrir að þær bækur sem ekki myndi seljast þar og þá yrðu brenndar á báli. Bækurnar tvær voru seldar saman í kippu og var tíðindamaður Vísis á staðnum; þetta var mögnuð stund. En það kom ekki til þess að þær bækur lentu á bálinu. Að brenna bók á Íslandi hefur aðra merkingu en í Evrópu Dagur segir ekki á vísan að róa. Það hafi gengið vel að koma útgefnum bókum út að þessu sinni en hin sérstæðu útgáfukvöld Tunglið forlags hafa verið haldin allt frá árinu 2013. „Við erum með tryggan hóp sem mætir alltaf. En við vissum ekki hvernig vindar myndu blása þetta kvöld. Í fyllstu merkingu. Það blæs oft vel á Gróttu en það var stillt og við náðum að magna upp gott ljóð í þessu logni.“ Feykilega góð mæting var, í það minnsta 150 manns mættu þannig að ekki þarf að kvarta undan skorti á bókmenntaáhuga.Kamilija Teklė Čižaitė Dagur segir að bækurnar séu seldar saman, í pörum til að tryggja sanngjarna dreifingu. Það sé hið eina rétta, höfundarnir eru ekki að kjást sín á milli, þetta eina kvöld. Í því felist fegurð og samstaða. En samt var kveikt í einni bók eins og myndskeið hér neðar ber með sér. Klippa: Tunglkvöld við Gróttuvita „Jú, Tunglið les í markaðinn og sáum að við þyrftum að tryggja okkur eitt eintak til að geta vermt hendur okkar eftir langt og erfitt dagsverk. Alltaf magísk stund þegar kveikt er í bók en það hefur aðra þýðingu hér á spássíu Evrópu, eins og Sigurður Pálsson kallar það, en úti í Evrópu. Hér er þetta tengt útilegustemmingu og huggulegheitum. Við fundum það í enn eitt skiptið í gærkvöldi þar sem síðustu gestirnir söfnuðust saman; sjálfsprottin ljóðastund, fólk að þylja upp kvæði eftir sig og aðra og bækurnar brunnu,“ segir Dagur og kjaftar á honum hver tuska. Dagur og Elísabet laus undan táknrænni byrði Gestir fengu sitthvað fyrir peninginn eins og sjá má á þessari dulmögnuðu mynd. En það var reyndar ókeypis aðgangur á atburðinn.Kjartan Örn Ólafsson Skáldið Dagur segir að þannig hafi höfundurinn verið losaður undan táknrænni byrði eilífðarinnar sem fylgir bókaútgáfu. „Þarna settum við punkt. Höfundurinn þarf ekki að rekast á bók sína á óvæntum stað, andartakinu er lokið. Við Elísabet erum frjálsustu höfundar Íslands í dag.“ Ekki fengu allir bækur í gærkvöldi sem vildu. Ef ég myndi vilja eignast bókina, ég er þá í djúpum skít? „Já, þú ert í djúpum skít. Hins vegar sinnir prentsmiðjan skylduskilum til bókasafana. Bókasöfn voru með útsendara á Tunglkvöldi. En í öllu falli fer þetta inn í skylduskil og er þar bryn- og eldvarið í kjallara og svo óvarið í lesrými.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Já, þetta gekk vonum framar. Það var góð mæting og fólk óhrætt við að stíga út fyrir borgarlýsinguna og inn í myrkur tunglsins. Við seldum öll eintökin,“ segir Dagur Hjartarson skáld, rithöfundur og annar forleggjari Tungls forlags. Félagi hans er Ragnar Helgi Ólafsson. Í gær var haldið svokallað tunglkvöld á vegum útgáfunnar, í gamla bænum við Gróttuvita en viðburðurinn var hluti af dagskrá Sequences-listahátíðarinnar. Þar var fagnað útgáfu bókanna Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem var sérstakur heiðursgestur uppákomunnar og svo Ljósagangur: Vísindaskáldsaga eftir Dag. Bækurnar voru aðeins gefnar út í 69 eintökum og það lá fyrir að þær bækur sem ekki myndi seljast þar og þá yrðu brenndar á báli. Bækurnar tvær voru seldar saman í kippu og var tíðindamaður Vísis á staðnum; þetta var mögnuð stund. En það kom ekki til þess að þær bækur lentu á bálinu. Að brenna bók á Íslandi hefur aðra merkingu en í Evrópu Dagur segir ekki á vísan að róa. Það hafi gengið vel að koma útgefnum bókum út að þessu sinni en hin sérstæðu útgáfukvöld Tunglið forlags hafa verið haldin allt frá árinu 2013. „Við erum með tryggan hóp sem mætir alltaf. En við vissum ekki hvernig vindar myndu blása þetta kvöld. Í fyllstu merkingu. Það blæs oft vel á Gróttu en það var stillt og við náðum að magna upp gott ljóð í þessu logni.“ Feykilega góð mæting var, í það minnsta 150 manns mættu þannig að ekki þarf að kvarta undan skorti á bókmenntaáhuga.Kamilija Teklė Čižaitė Dagur segir að bækurnar séu seldar saman, í pörum til að tryggja sanngjarna dreifingu. Það sé hið eina rétta, höfundarnir eru ekki að kjást sín á milli, þetta eina kvöld. Í því felist fegurð og samstaða. En samt var kveikt í einni bók eins og myndskeið hér neðar ber með sér. Klippa: Tunglkvöld við Gróttuvita „Jú, Tunglið les í markaðinn og sáum að við þyrftum að tryggja okkur eitt eintak til að geta vermt hendur okkar eftir langt og erfitt dagsverk. Alltaf magísk stund þegar kveikt er í bók en það hefur aðra þýðingu hér á spássíu Evrópu, eins og Sigurður Pálsson kallar það, en úti í Evrópu. Hér er þetta tengt útilegustemmingu og huggulegheitum. Við fundum það í enn eitt skiptið í gærkvöldi þar sem síðustu gestirnir söfnuðust saman; sjálfsprottin ljóðastund, fólk að þylja upp kvæði eftir sig og aðra og bækurnar brunnu,“ segir Dagur og kjaftar á honum hver tuska. Dagur og Elísabet laus undan táknrænni byrði Gestir fengu sitthvað fyrir peninginn eins og sjá má á þessari dulmögnuðu mynd. En það var reyndar ókeypis aðgangur á atburðinn.Kjartan Örn Ólafsson Skáldið Dagur segir að þannig hafi höfundurinn verið losaður undan táknrænni byrði eilífðarinnar sem fylgir bókaútgáfu. „Þarna settum við punkt. Höfundurinn þarf ekki að rekast á bók sína á óvæntum stað, andartakinu er lokið. Við Elísabet erum frjálsustu höfundar Íslands í dag.“ Ekki fengu allir bækur í gærkvöldi sem vildu. Ef ég myndi vilja eignast bókina, ég er þá í djúpum skít? „Já, þú ert í djúpum skít. Hins vegar sinnir prentsmiðjan skylduskilum til bókasafana. Bókasöfn voru með útsendara á Tunglkvöldi. En í öllu falli fer þetta inn í skylduskil og er þar bryn- og eldvarið í kjallara og svo óvarið í lesrými.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira