Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 06:41 Angjelin Sterkaj var ákærður fyrir að hafa skotið Armando til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Fréttamaður fréttastofu er í dómsal og mun fylgjast með dómsuppkvaðningunni. Nýjustu upplýsingar um niðurstöðu dómsmálsins má nálgast í Vaktinni hér fyrir neðan. Dómur verður kveðinn upp í Rauðagerðismálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í dag. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Angjelin fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo mikilli skelfingu lostinn að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru hvert fyrir sig ákærð fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Öll hafa þau neitað að hafa vitað um manndrápið. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos, hefur farið fram á 70 milljónir króna greiðslu frá sakborningunum fyrir þeirra hönd. Skiptist það í miskabætur og bætur vegna missis á framfærslu. Vísir Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Var á fleygiferð um landið dagana fyrir morðið Aðalmeðferð í málinu hófst í héraðsdómi 13. september síðastliðinn og lauk málflutningi 23. september. Vitnaleiðslur tóku fjóra daga, enda var fjöldi vitna leiddur fyrir dóminn. Í málflutningi Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, dró hún upp þá mynd að dagana fyrir morðið hafi Angjelin verið á fleygiferð um landið. Fimmtudaginn 11. febrúar hafi Angjelin farið norður á í Varmahlíð með Antoni Kristni Þórarinssyni, vini sínum. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, sækir málið. Hún hefur lagt áherslu á í málinu að morðið hafi verið þaulskipulagt.Vísir Þaðan hafi hann svo keyrt suður í Borgarnes á föstudeginum þar sem hann hitti fyrir ákærðu Shpetim og Claudiu, sem afhentu honum kókaín, en hann lét þau í staðin taka skammbyssu sína aftur til Reykjavíkur. Eftir það hafi Angjelin keyrt aftur norður en farið svo til Reykjavíkur síðdegis laugardaginn 13. febrúar. Morðið hafi tekið innan við mínútu Ákæruvaldið dró upp þá mynd að morðið hafi verið þaulskipulagt. Angjelin hafi á laugardeginum verið búinn að ákveð að myrða Armando, keyrt heim til hans þegar Angjelin vissi að Armando væri ekki heima og setið þar fyrir honum. Angjelin segist hafa rifist við Armando, sem hafi ógnað honum áður en Angjelin skaut hann níu skotum í búk, hendur og höfuð. Að mati ákæruvaldsins stenst það ekki. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim, sem var með honum í bílnum, keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna sína þegar hann kom heim til Armandos. Alvarlegar athugasemdir verið gerðar við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds Þá var lögð áhersla af ákæruvaldinu að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp. Geir Gestsson, verjandi Murats, hefur gert alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds. Sagði hann í málflutningi sínum fyrir fjórum vikum að lögregla hafi meðal annars ekki tekið fram í niðurstöðukafla í skýrslu um málið að Angjelin hafi tekið ábyrgð á meintum verknaði Murats í málinu og að Claudia Sofia hafi tekið undir þá frásögn Angjelins. Vísir Shpetim, Claudia og Murat hafa öll neitað því. Shpetim segist ekkert hafa af því vitað hvað til stæði, hann hafi verið þarna á ferð með vini sínum í þeirri trú að þeir væru á leið norður í snjósleðaferð. Hann hafi jafnframt ekkert orðið var við skammbyssuna, sem Angjelin hafði í fórum sínum, og hafi ekki orðið var við byssuskotin. Þá gerði lögmaður Murats alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í málflutningi sínum fyrir héraðsdómi. Dró hann þar meðal annars fram að í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu um málið hafi hvergi komið fram að bæði Angjelin og Claudia hafi sagt það í skýrslutöku hjá lögreglu að Angjelin hafi fyrirskipað Claudiu að fylgjast með bíl í eigu Armandos og láta sig vita þegar hann færðist. Það er það sem Murat er ákærður fyrir: að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og sagt henni að senda fyrir fram ákveðin skilaboð þegar þær hreyfðust.
Fréttamaður fréttastofu er í dómsal og mun fylgjast með dómsuppkvaðningunni. Nýjustu upplýsingar um niðurstöðu dómsmálsins má nálgast í Vaktinni hér fyrir neðan. Dómur verður kveðinn upp í Rauðagerðismálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í dag. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Angjelin fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo mikilli skelfingu lostinn að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru hvert fyrir sig ákærð fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Öll hafa þau neitað að hafa vitað um manndrápið. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos, hefur farið fram á 70 milljónir króna greiðslu frá sakborningunum fyrir þeirra hönd. Skiptist það í miskabætur og bætur vegna missis á framfærslu. Vísir Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Var á fleygiferð um landið dagana fyrir morðið Aðalmeðferð í málinu hófst í héraðsdómi 13. september síðastliðinn og lauk málflutningi 23. september. Vitnaleiðslur tóku fjóra daga, enda var fjöldi vitna leiddur fyrir dóminn. Í málflutningi Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, dró hún upp þá mynd að dagana fyrir morðið hafi Angjelin verið á fleygiferð um landið. Fimmtudaginn 11. febrúar hafi Angjelin farið norður á í Varmahlíð með Antoni Kristni Þórarinssyni, vini sínum. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, sækir málið. Hún hefur lagt áherslu á í málinu að morðið hafi verið þaulskipulagt.Vísir Þaðan hafi hann svo keyrt suður í Borgarnes á föstudeginum þar sem hann hitti fyrir ákærðu Shpetim og Claudiu, sem afhentu honum kókaín, en hann lét þau í staðin taka skammbyssu sína aftur til Reykjavíkur. Eftir það hafi Angjelin keyrt aftur norður en farið svo til Reykjavíkur síðdegis laugardaginn 13. febrúar. Morðið hafi tekið innan við mínútu Ákæruvaldið dró upp þá mynd að morðið hafi verið þaulskipulagt. Angjelin hafi á laugardeginum verið búinn að ákveð að myrða Armando, keyrt heim til hans þegar Angjelin vissi að Armando væri ekki heima og setið þar fyrir honum. Angjelin segist hafa rifist við Armando, sem hafi ógnað honum áður en Angjelin skaut hann níu skotum í búk, hendur og höfuð. Að mati ákæruvaldsins stenst það ekki. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim, sem var með honum í bílnum, keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna sína þegar hann kom heim til Armandos. Alvarlegar athugasemdir verið gerðar við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds Þá var lögð áhersla af ákæruvaldinu að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp. Geir Gestsson, verjandi Murats, hefur gert alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds. Sagði hann í málflutningi sínum fyrir fjórum vikum að lögregla hafi meðal annars ekki tekið fram í niðurstöðukafla í skýrslu um málið að Angjelin hafi tekið ábyrgð á meintum verknaði Murats í málinu og að Claudia Sofia hafi tekið undir þá frásögn Angjelins. Vísir Shpetim, Claudia og Murat hafa öll neitað því. Shpetim segist ekkert hafa af því vitað hvað til stæði, hann hafi verið þarna á ferð með vini sínum í þeirri trú að þeir væru á leið norður í snjósleðaferð. Hann hafi jafnframt ekkert orðið var við skammbyssuna, sem Angjelin hafði í fórum sínum, og hafi ekki orðið var við byssuskotin. Þá gerði lögmaður Murats alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í málflutningi sínum fyrir héraðsdómi. Dró hann þar meðal annars fram að í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu um málið hafi hvergi komið fram að bæði Angjelin og Claudia hafi sagt það í skýrslutöku hjá lögreglu að Angjelin hafi fyrirskipað Claudiu að fylgjast með bíl í eigu Armandos og láta sig vita þegar hann færðist. Það er það sem Murat er ákærður fyrir: að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og sagt henni að senda fyrir fram ákveðin skilaboð þegar þær hreyfðust.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. 23. september 2021 11:18 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. 23. september 2021 11:18
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35