Nútímavæðing og velsæld þjóðarinnar hafi ætíð byggt á samskiptum við útlönd Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2021 07:00 Baldur Þórhallsson segir að horft hafi verið of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. Það hafi gefið skakka mynd af mikilvægi samskipta Íslands við önnur ríki. Vísir/Vilhelm Nútímavæðing Íslands og velsæld Íslendinga á hverjum tíma fyrir sig í sögunni, hefur fyrst og fremst á byggt á samskiptum Íslands við útlönd. Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur. Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur.
Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53