Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. október 2021 16:01 Vigdís er mikill tónlistarunnandi, hefur sótt tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og verið mikill talsmaður menningar. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna. Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna.
Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira