Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 09:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira