Leikurinn fór fram 7. október síðastliðinn en 1526 áhorfendur voru á leiknum. Nú er talið að minnsta kosti 32 hafi smitast.
Håndballpresidenten har fått corona: Minst 32 smittet etter landskamp https://t.co/zdGfz0cR4H
— VG Sporten (@vgsporten) October 17, 2021
Einn af þeim smituðu er Kåre Geir Lio, formaður norska handboltasambandsins. Verdens Gang segir frá.
VG hafði áður greint frá því að sjö smit höfðu komið innan leikmanna eða starfsmanna norska landsliðsins.
„Ég veit ekki fyrir víst að ég hafi smitast á þessum leik en það er ekki ólíklegt,“ sagði Kåre Geir Lio, formaður norska sambandsins, við blaðamann Verdens Gang.
„Ég veiktist síðasta sunnudag og er búinn að vera með hita og beinverki í viku. Ég hef ekki fengið önnur einkenni en þau sem þú færð með venjulegri flensu,“ sagði Lio.
Lio er 68 ára gamall og hafði verið fullbólusettur.
„Að leikmönnum og starfsmönnum norska landsliðsins þá erum við komin með 32 staðfest smit. Sautján þeirra eru fólk frá Bærum. Það er samt ekki öruggt að við séum með yfirlit yfir öll smitin. Nú þurfum við bara að halda þessu niðri,“ sagði Fritz Leonard Nilsen, yfirlæknir í Bærum. Hann segir að nú þurfi allir að passa sig eins og áður í faraldrinum.