Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 08:18 Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira